Fréttir

Nýr rekstrarvörubæklingur

Hér má sjá nýjan rekstrarvörubækling frá MEDOR. Bæklingurinn veitir góða yfirsýn yfir vöruúrval og inniheldur meðal annars upplýsingar um sáraumbúðir, sauma, stóma – og þvagvörur, vökva- og lyfjasett, sárasog, sykursýkisvörur og margt fleira.Við vonum að bæklingurinn nýtist vel og endilega hafið samband ef að spurningar vakna eða til að fá nánari upplýsingar um ákveðnar vörur.…

Meira

Ný röntgentæki fyrir landsbyggðina

Uppsetning á nýjum röntgentækjum frá Philips hefur gengið mjög vel og er búið að setja upp 3 tæki af 7; á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og á Egilsstöðum. Uppsetning á Húsavík hefst í vikunni og því næst verða sett upp tæki á Sauðárkróki, Neskaupstað og í Keflavík. Tækin eru af gerðinni Philips DigitalDiagnost C90 og munu…

Meira

Nýr tæknimaður í Þjónustudeild

Kjartan Ólafsson hefur verið ráðinn sem tæknimaður á Þjónustudeild MEDOR. Hann mun sinna þjónustu, uppsetningu og viðhaldi á lækninga og rannsóknartækjum. Kjartan lauk sveinsprófi í rafeindavirkjun 2004 frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði sem tæknimaður á Landspítala frá 2004-2005. Kjartan lauk námi í mechatronic tæknifræði við Syddansk University í Sönderborg Danmörku og hlaut meistarabréf í…

Meira

Covid-19 hraðpróf komið í sölu

MEDOR hefur fengið leyfi Heilbrigðisráðuneytisins til sölu á Abbott Panbio Covid-19 mótefnisvaka prófi (Antigen). Jákvætt próf greinir virkt smit hjá einstaklingi sem þá þarf að staðfesta með PCR-prófi.Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 415/2004 skulu nándarrannsóknir (point of care testing) til greiningar á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til vera gerðar undir eftirliti og á ábyrgð rannsóknastofu…

Meira

Nýr viðskiptastjóri í Hjúkrunar- og lækningavörudeild

Vilborg Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin sem viðskiptastjóri bæklunar- og skurðstofuvara í Hjúkrunar- og lækningavörudeild MEDOR. Hún tekur við starfi Örnu Harðardóttur sem hefur haldið á vit nýrra ævintýra. Vilborg er skurðhjúkrunarfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil hjá Sjúkrahúsi Akureyrar (SAk). Hún var einnig sviðsstjóri bæklunarsviðs á skurðstofu SAk. Auk sérhæfingar í skurðstofuhjúkrun hefur…

Meira

Abbott Covid-hraðpróf

MEDOR hefur væntanlega sölu á  Covid 19 greiningarprófum frá Abbott innan tíðar. Um er að ræða tvær mismunandi gerðir af prófum, annars vegar mótefnapróf (Antibody) til staðfestingar á því að einstaklingur hafi smitast og myndað mótefni gegn veirunni og hins vegar mótefnisvakapróf (Antigen) til staðfestingar á virku smiti. Panbio prófin eru eingöngu ætluð til notkunar…

Meira

BIOFIRE FILMARRAY

BIOFIRE er leiðandi í sjúkdómsgreiningu smitsjúkdóma, tækið notast við PCR tækni – þ. e mögnun á kjarnsýrum (PCR) sem leiðir til greiningar á því hvað er í sýninu. Takið burt vafann í greiningunum þar sem hægt er að greina sýni á innan við klukkustund. Nýr RESPIRATORY 2 PLUS PANELL með COVID 19  – sem inniheldur…

Meira

Þýskir meðferðarstólar frá Bionic

Bionic Comfort Line hefur verið uppfærður í Bionic Comfort Line2. Stóllinn uppfyllir nýjustu þarfir varðandi hreinlæti. Bionic Comfort Line2 er hannaður með það í huga að einfalt sé að vinna með stólinn og það sé þægilegt fyrir sjúklinginn að sitja í honum. Frekari upplýsingar um stólinn má finna hér: https://www.therapychair.com/wp-content/uploads/sites/3/2020/09/CLine2_eng_2020-09.pdf

Meira

Festa – Miðstöð um sam­fé­lags­ábyrgð

MEDOR og Veritas í Festu Veritas og dótturfélög hafa gerst aðilar að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hlutverk Festu er að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs og aðgerða á þessu sviði. Með aðild að Festu tekur MEDOR virkari þátt í mótun samfélagsábyrgðar í allri starfsemi sinni. Aðildin er…

Meira