Nýr vefur á medor.is

Í dag fór í loftið ný vefsíða MEDOR á medor.is. Markmiðið með nýjum vef er að miðla lykilupplýsingum um fyrirtækið á notendavænan og aðgengilegan hátt. Á medor.is má nálgast almennar upplýsingar um starfsfólk, vöruflokka, birgja o.fl. MEDOR leggur mikla áherslu á persónulega þjónustu við viðskiptavini og samstarfsaðila og á vefnum er á einfaldan hátt hægt að finna tengiliði fyrir hvern og einn vöruflokk eða birgja.

Vefurinn var unninn í samstarfi við Veritas, móðurfélag MEDOR og vefstofuna Vettvang.