Um MEDOR

Medor logoMEDOR var stofnað til að mæta vaxandi þörf fyrir sérhæfingu í sölu og þjónustu á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknavörum. MEDOR er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknavöru.  MEDOR er skipað vel menntuðu starfsfólki sem gerir það að ákjósanlegum samstarfsaðila fyrir breiðan hóp viðskiptavina.

Deildir
MEDOR skiptist í tvær markaðsdeildir;  hjúkrunar- og lækningavörudeild og rannsóknavörudeild.
Innan MEDOR starfar öflug tæknideild.  Starfsmenn deildarinnar hafa mikla reynslu og þekkingu á viðhaldi og viðgerðum á háþróuðum lækninga- og rannsóknabúnaði.

Fjölbreytt vöruúrval
MEDOR býður fjölbreytt úrval vöru og þjónustu.  Allt frá háþróuðum tækjum og kerfum fyrir stofnanir niður í vörur fyrir einstaklinga svo sem stómavöru, þvagleggi og plástra.  Helstu viðskiptavinir MEDOR eru heilbrigðisstofnanir, apótek, rannsóknastofur í líftækni, efnagreiningu og lyfjaiðnaði.

Markmið
Markmið MEDOR er að vera í nánum tengslum við viðskiptavini sína og veita þeim ráðgjöf og lausnir í samræmi við þarfir þeirra.  MEDOR kappkostar að hafa ávallt yfir að ráða nýjustu og öflugustu tækni og þekkingu á því sviði sem fyrirtækið starfar.

Gildi
Starfsfólk MEDOR leitast ávallt við að hafa gildi fyrirtækisins að leiðarljósi í störfum sínum:
– Hreinskiptni
– Framsækni
– Áreiðanleiki