Saga

1990
Grunnur lagður að Heilbrigðistæknisviði Vistor. Pharmaco forveri Vistor tók yfir nokkur umboð á lækningatækja- og rannsóknarvörumarkaðnum m.a. Radiometer, Aims og Hewlett Packard Medical og Analytical.
1990-2000
Vaxandi umsvif og aukinn fjöldi starfsmanna Heilbrigðistæknisvið Vistor.
2011
MEDOR stofnað til að mæta vaxandi þörf fyrir sérhæfingu í sölu og þjónustu á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknarvörum.
2013
MEDOR eykur þjónustu við rannsóknarstofumarkaðinn með samstarfi við nýja birgja og ráðningu starfsmanna með reynslu af þeim markaði.
2015
Þjónustudeild MEDOR stækkar. Með aukinni sölu á m.a. rannsóknatækjum höfum við bætt við mannskap og stór aukið þjálfun starfsmanna til að geta enn betur sinnt okkar viðskiptavinum.