Sjálfvirkur lyfjalager
Riedl Phasys er róbotalausn sem hentar í smærri og stærri apótek til sjálfvirknivæðingar á lagerhaldi og afgreiðslu lyfja. Í Riedl Phasys mætist þýskt hugvit og ítölsk hönnun. Hægt er að hanna lyfjalagerinn eftir þörfum hvað varðar útlit, lögun, stærð, hvort mötun er sjálfvirk eða hálf-sjálfvirk. Einn helsti kostur Riedl Phasys er að armurinn sem tekur til lyfin og skilar þeim af sér er einstaklega hraðvirkur (5m/sekúndu) og getur þ.a.l. afgreitt allt að 1000 pakkningar á klukkustund. Þegar viðskiptavinur kemur í apótekið að sækja lyf, er það slegið inn í apótekskerfið og örfáum sekúndum seinna skilar Riedl Phasys pakkningunni/pakkningunum af sér. Hægt er að fá Riedl Phasys með sjálfvirkri mötun þar sem þarf einungis að hella lyfjapakkningum í trekt og Riedl tekur pakkningarnar, skannar þær og raðar upp í hillur. Kerfið veit alltaf hvar allar pakkningar eru og hvenær þær fyrnast.
Með Riedl Phasys sjálfvirkum lyfjalager er afgreiðsla lyfja hraðari, öruggari og viðskiptavinir hafa meira aðgengi að lyfjafræðingum til ráðgjafar.