Þjónusta

MEDOR rekur öfluga tæknideild.  Sérhæfing, þekking og reynsla starfsmanna á viðhaldi og viðgerðum á háþróuðum lækninga- og rannsóknarbúnaði er mikil. Starfsmenn tæknideildar eru ávallt tilbúnir að aðstoða varðandi alla ráðgjöf og veita upplýsingar um tækjabúnað sem MEDOR hefur umsjón með.

Þjónustusamningar

MEDOR býður þjónustusamning með öllum tækjum.  Það er kostur að hafa þjónustusamning þar sem virkur samningur tryggir styttri viðbragðstíma þegar óskað er eftir tæknimanni og ekki síst besta fáanlegan uppitíma tækja og þá um leið meira rekstraröryggi. Þjónustusamningur þar sem búnaður er yfirfarinn tryggir að notandinn vinni með nýjustu og bestu lausnir.  Tæknideildin annast líka uppsetningar og kennslu á þeim búnaði sem MEDOR selur og veitir viðskipavinum tæknilega ráðgjöf.
Óskir þú frekari upplýsinga um þjónustu eða þjónustusamninga þá óskum við eftir að þú hafir við okkur samband og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Hafðu samband

Karl Friedrich Karlsson

Karl Friedrich Karlsson

Deildarstjóri Þjónusta