Pantanir, dreifing og viðskiptaþjónusta

Distica sér um dreifingu á vörum MEDOR. Viðskiptavinir geta skoðað vöruúrval og pantað beint í gegnum vefverslun Distica. Vörur sem eru sérpantanir eru ekki aðgengilegar í vefversluninni. Frekari upplýsingar um sérpantanir, dreigingu og umsóknir um aðgang að vefverslun Distica má finna hér fyrir neðan.

Vefverslun Distica
Viðskiptavinir geta skoðað og pantað almenna lagervöru MEDOR í gegnum vefverslun Distica á www.distica.is/vefverslun.  Vefverslunin er aðeins aðgengileg viðskiptavinum MEDOR og Distica. Þeir viðskiptavinir sem ekki hafa aðgang að vefverslun geta sótt um aðgang www.distica.is/umsokn-um-adgang.

Sérpantanir
Fyrir upplýsingar og þjónustu tengt sérpöntunum vinsamlega sendið okkur tölvupóst á medor@medor.is eða hringið í síma 412 7000.

Dreifing
Öll hýsing og  dreifing á vörum MEDOR er unnin í samstarfi við systurfélag okkar Distica. Þú finnur meira um Distica á www.distica.is. Distica býður upp á heildarlausnir á sviði innflutnings, vörustjórnunar og dreifingar lyfja, vara fyrir heilbrigðisþjónustu og rannsóknarstofur, heilsuvara og neytendavara.

Viðskiptaþjónusta
Fyrir viðskiptaþjónustu bendum við á netspjall Distica á www.distica.is. Einnig má senda tölvupóst á distica@distica.is. Símanúmer viðskiptaþjónustu Distica er 412-7500. Upplýsingar um opnunartíma viðskiptaþjónustu finnur þú á www.distica.is.

Starfsfólk
Upplýsingar um starfsfólk MEDOR má finna á https://www.distica.is/medor/starfsfolk/