
Saumar og húðlokun
Ethicon framleiðir hágæða sauma fyrir aðgerðir og er elsti framleiðandi af saumum í heiminum. Gríðarlegt úrval er af saumum Ethicon, bæði gerð saumsins sjálfs og tegund nálar. Uppleysanlegir saumar eru fáanlegir í s.k. "PLUS" útgáfu sem þýðir að saumurinn er húðaður með bakteríuhemjandi efni. Plus saumar Ethicon hafa sýnt fram á u.þ.b. 30% lækkun á tíðni skurðsárasýkinga í klínískum rannsóknum og margar alþjóðlegar stofnanir mæla með notkun þeirra, svo sem NHS í Bretlandi (NICE). Fækkun sýkinga í skurðsári hefur einnig í för með sér sparnað í heilbrigðiskerfinu. Auk sauma er J&J Ethicon einnig með aðrar vörum sem notaðar eru til húðlokunar, svo sem húðlím.