
Skurðstofuvörur
MEDOR leggur mikla áherslu á skurðstofulausnir og að útvega hágæðavörur fyrir skurðaðgerðir frá helstu lækningatækja- og hjúkrunarvöruframleiðendum heims. Vöruúrvalið er breitt, allt frá hlífðarbúnaði, áhöldum, gifs, verkfærum og saumum, upp í orkuverkfæri, heftara og ígræði sem notuð eru í bæklunarskurðaðgerðum. Einnig getur MEDOR útvegað sérhæfð skurðstofuborð, ljós og margt fleira.