
Ferðakæfisvefnsvélar
ResMed framleiðir ferðakæfisvefnsvélar sem eru handhægar og minni um sig en hefðbundnar kæfisvefnsvélar. Þær geta því hentað vel sem aukavél í sumarbústaðinn eða á ferðalögum. Stilla þarf ferðakæfisvefnsvél í samræmi við stillingar sem viðkomandi einstaklingur er með í sinni meðferð hjá heilbrigðisstofnun. Ferðakæfisvefnsvélar eru til sölu hjá Stoð beint til einstaklinga sem eru með kæfisvefnsgreiningu og eru í kæfisvefnsmeðferð, og kostnaður við ferðakæfisvefnsvélar er ekki niðurgreiddur af hinu opinbera.
Sjá upplýsingar hjá Stoð hér