
Tæknideild MEDOR
MEDOR rekur öfluga tæknideild sem sérhæfir sig í viðhaldi og viðgerðum á lækninga- og rannsóknartækjum. Starfsfólk deildarinnar býr yfir víðtækri sérþekkingu og reynslu sem tryggir faglega þjónustu, öryggi og áreiðanleika í öllum verkefnum.
Tæknideildin veitir einnig ráðgjöf og upplýsingar um þann búnað sem MEDOR hefur umsjón með og er ávallt tilbúin að aðstoða viðskiptavini með lausnamiðaða þjónustu.
Tryggðu öryggi og uppitíma með þjónustusamningi MEDOR
Með þjónustusamningi tryggir þú hraðari viðbragðstíma, hámarks uppitíma tækja og aukið rekstraröryggi. MEDOR sér um reglubundið viðhald, uppsetningar á öllum búnaði sem fyrirtækið selur og býður sérsniðna þjónustulausn sem hentar þínum rekstri.
Hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna réttan þjónustusamning.