
MEDOR
Við sérhæfum okkur í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækninga- hjúkrunar- og rannsóknarvörum. Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á breitt vöruúrval sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur og erum samstarfsaðili margra af stærstu framleiðendum heims á rannsóknar- og heilbrigðisvörumarkaði.


Fjölbreytt vöruúrval
MEDOR býður fjölbreytt úrval vöru og þjónustu. Allt frá háþróuðum tækjum og kerfum fyrir stofnanir niður í vörur fyrir einstaklinga svo sem stómavöru, þvagleggi og plástra. Helstu viðskiptavinir MEDOR eru heilbrigðisstofnanir, apótek, rannsóknastofur í líftækni, efnagreiningu og lyfjaiðnaði.
Markmið MEDOR er að vera í nánum tengslum við viðskiptavini sína og veita þeim ráðgjöf og lausnir í samræmi við þarfir þeirra. MEDOR kappkostar að hafa ávallt yfir að ráða nýjustu og öflugustu tækni og þekkingu á því sviði sem fyrirtækið starfar.
Fréttir og tilkynningar

Fjallað um apótekslausn frá MEDOR í sjónvarpsfréttum RÚV
Lesa nánar
Nýr vefur á medor.is
Í dag fór í loftið ný vefsíða MEDOR á medor.is. Markmiðið með nýjum vef er að miðla lykilupplýsingum um fyrirtækið á notendavænan og aðgengilegan hátt.
Lesa nánar
MEDOR flytur starfsemina
MEDOR hefur flutt starfsemi sína í höfuðstöðvar móðurfélags síns, Veritas, í Hörgatúni 2 í Garðabæ.
Lesa nánar