
Blóðhreinsun
CytoSorb meðferð getur minnkað umframmagn af bólgumiðlandi þáttum í blóði. Meðferðin felst í því að blóð sjúklings er látið fara í gegnum hylki sem inniheldur örperlur sem eru þannig hannaðar að ákveðin efni festast við þær. Blóðið sem er búið að fara í gegnum hylkið er síðan veitt aftur í sjúkling og inniheldur þá minna magn af þessum ákveðnu þáttum. Meðferðin er notuð á gjörgæslum í ákveðnum tilfellum og einnig í hjarta- og brjóstholsskurðaðgerðum hjá sjúklingum sem eru veikir fyrir eða gangast undir flóknar, langar aðgerðir þar sem hætta er á bólgusvörun.