Gunnar tæknimaður setur upp sinn síðasta monitor hjá MEDOR

Núna í desember var sérstakur áfangi hjá MEDOR þegar Gunnar tæknimaður setti upp sinn síðasta monitor en um áramótin lætur Gunnar af störfum vegna aldurs eftir ómetanlegt framlag í tvo áratugi hjá MEDOR. 
Gunnar hefur í gegnum árin verið ómissandi hluti af teyminu með einstakri fagmennsku , nákvæmni og þjónustulund. 
Við hjá MEDOR viljum þakka Gunnari innilega fyrir frábært samstarf í gegnum árin. 

Takk fyrir allt, Gunnar.