Olympus urðu fyrst sýnilegir á smásjármarkaði árið 1919 og hlutu mikið lof fyrir nýstárlega tækni í smíðum á smásjár linsum. Tækni sem enn í dag er notuð við framleiðslu á mun nákvæmari og betri linsum en áður höfðu sést. Olympus hefur ávalt haldið tækniþróun áfram til að veita framúrskarandi vörur og þjónustu. Á síðustu árum hafa myndavélar á smásjár verið að aukast þar sem æ fleiri vísindamenn vilja geta fest á mynd það sem þeir eru að skoða í smásjánni. Olympus hefur lagt mikinn metnað í að útbúa hágæða myndavélar fyrir vísindasamfélagið og um leið þróað myndavélahugbúnað sem ekki bara tekur mynd af sýninu heldur getur einnig greint sýnið mun nákvæmar en hið mannlega auga.
