Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna

MEDOR er umhugað um persónuvernd og fylgir eftirfarandi persónuverndarstefnu sem tekur mið af löggjöf um persónuvernd.

Persónuverndarstefna MEDOR styður við samfelldan rekstur og er ætlað að tryggja hlítingu við lög og reglur sem varða starfsemina og verndun persónuupplýsinga, vinnslu þeirra, skráningu og aðgengi. Stefnan nær yfir söfnun, notkun, birtingu, flutning og geymslu á hvers konar persónuupplýsingum sem MEDOR safnar og vistar.

Ef þú hefur spurningar er varða persónuverndarstefnuna, hafðu samband við personuvernd@medor.is

Markmið MEDOR er að veita starfsmönnum og viðskiptavinum sínum örugga og trausta þjónustu með því að:

  • Kappkosta að hverskonar persónuupplýsingar sem MEDOR safnar og vistar séu meðhöndlaðar samkvæmt lögum og reglugerðum um vernd persónulegra gagna þ.e. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga með síðari breytingum sem og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga
  • Hámarka öryggi og réttleika persónuupplýsinga sem varðveittar eru hjá fyrirtækinu.
  • Viðskiptavinir, starfsmenn og umsækjendur séu upplýstir um hvaða persónuupplýsingar um þá eru varðveittar, hvernig þær eru vistaðar, hver hafi aðgang að þeim og hvenær þeim verði eytt.
  • Tryggja að viðbrögð við öryggisbrestum séu skv. lögum.

Ábyrgð

Framkvæmdastjóri MEDOR ber ábyrgð á persónuverndarstefnu þessari og endurskoðar hana reglulega. Gæðastjóri ber ábyrgð á innleiðingu og fræðslu er varðar stefnuna.

Allir starfsmenn MEDOR bera ábyrgð á að fylgja verklagsreglum sem eiga að tryggja framkvæmd stefnunnar.

Allir starfsmenn MEDOR sem fara með og/eða hafa aðgang að hvers konar persónuupplýsingum skuldbinda sig til að fylgja stefnunni sem og persónuverndarreglum MEDOR.

Allir starfsmenn MEDOR bera ábyrgð á að tilkynna frávik frá stefnunni sem og persónuverndarreglum MEDOR.

Þeir starfsmenn sem brjóta gegn persónuverndarstefnu MEDOR eiga yfir höfði sér áminningu í starfi, uppsögn eða að beitt verði viðeigandi lagalegum ráðstöfunum eftir eðli brots