Tækjadagur LSH

MEDOR tók þátt í tækjadegi Landspítalans sem haldinn var föstudaginn 30. september. Tækjadagurinn er ætlaður starfsfólki á aðgerðar- og skurðsviði. Reynt er að draga úr starfseminni þennan dag svo fólk hafi tök á að líta upp úr vinnu sinni, rifja upp og kynna sér betur þau tæki og tækni sem notuð er við meðferð og umönnun sjúklinga, spyrja spurninga og læra hvort af öðru.

MEDOR með starfsfólki spítalans kenndi m.a. á hjartalínuritstæki, prisma nýrnavél, sárasogstæki, vökva- og sprautudælur, PICCO mælingar o.fl. Okkur fannst dagurinn heppnast vel, starfsfólk mjög áhugasamt og við fögnum þessu framtaki. Takk fyrir okkur.

Mynd: Þorkell Þorkelsson
Mynd: Þorkell Þorkelsson