Samningur um Bair Hugger hitameðferð skurðsjúklinga

Landspítali og MEDOR hafa gert samning um hitateppi og blásara frá Bair Hugger, 3M.

Bair Hugger hitameðferð gengur út á að blásið er heitu lofti inn í hitateppi. Það er gert til að fyrirbyggja ofkælingu og viðhalda réttu kjarnhitastigi skurðsjúklinga (36-37,5°C).

Til eru margar gerðir af einnota hitateppum sem henta fyrir mismunandi skurðaðgerðir. Sjá fylgiskjal yfir þau hitateppi sem eru í samning.

Einnig eru til forhitunarsloppar sem sjúklingar klæðast fyrir aðgerð og hefst þá hitastjórnunarmeðferðin áður en sjúklingur leggst á skurðarborðið, á meðan aðgerð stendur og eftir aðgerð.

 

Til að fá frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við MEDOR 412-7000 eða Elínu Hrefnu Hannesdóttir í síma 412-7030 eða netfangið elin@medor.is.