RIGAKU, nýtt vörumerki hjá MEDOR

MEDOR hefur fengið umboð fyrir XRF búnað frá japanska fyrirtækinu Rigaku.  Fyrir þá sem ekki vita það, stendur XRF fyrir X-ray fluorescence og er aðferðin notuð til að ákvarða hlutföll frumefna, aðallega í föstum sýnum, án verulegrar forvinnslu sýnanna (non-destructive).  Aðferðin byggist á því að röntgengeislum er skotið á sýnið og endurkastið mælt, en hvert frumefni ljómar (XRF) með einkennandi hætti, n.k. fingrafar viðkomandi frumefnis.  Þannig er hægt að mæla, hvaða frumefni eru til staðar í sýninu og í hvaða magni, með tiltölulega einföldum hætti.  Þessi tækni kemur í mörgum mismunandi útfærslum og gagnast m.a. við grunnrannsóknir, kennslu og eftirlit hjá háskólum, stofnunum og í ýmiss konar iðnaði.

Heimasíða Rigako