Nýr vörubæklingur MEDOR

Nýr vörubæklingur fyrir hjúkrunar- og lækningavörur frá MEDOR.

Bæklingurinn gefur góða yfirsýn yfir vöruúrvalið og algengustu vörunúmerin sem auðveldar notendum að panta vöruna. Einnig höfum við fjölgað myndum til að auðvelda enn frekar notkun vörubæklingsins. Vörubæklingurinn inniheldur m.a. sáraumbúðir, sauma og hefti, sárasog, stómavörur, vökva- og lyfjasett, sykursýkisvörur og fleira.
Skoðið vöruúrvalið og hafið endilega samband ef spurningar vakna.
Í von um að vörubæklingurinn nýtist vel.
Starfsfólk MEDOR.