Vilborg Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin sem viðskiptastjóri bæklunar- og skurðstofuvara í Hjúkrunar- og lækningavörudeild MEDOR. Hún tekur við starfi Örnu Harðardóttur sem hefur haldið á vit nýrra ævintýra.
Vilborg er skurðhjúkrunarfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil hjá Sjúkrahúsi Akureyrar (SAk). Hún var einnig sviðsstjóri bæklunarsviðs á skurðstofu SAk. Auk sérhæfingar í skurðstofuhjúkrun hefur Vilborg einnig lokið námi í Verkefnastjórnun og Leiðtogaþjálfun frá Háskólanum á Akureyri.
Sími Vilborgar er 696 7344 og netfang vilborgs(hjá)medor.is.
Við óskum Vilborgu til hamingju með nýja starfið.