Nýr þjónustustjóri hjá MEDOR

Karl Friedrich Karlsson hefur verið ráðinn sem þjónustustjóri Tæknideildar MEDOR. Karl mun sjá um daglegan rekstur Tæknideildarinnar ásamt því að sinna þjónustu lækninga- og rannsóknartækja. Karl er með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Tækniskólanum. Karl hefur unnið við þjónustu lækninga- og rannsóknatækja frá 2009. Sími hans er 412 7050 eða 665 7050 og netfang karl(hjá)medor.is. Við óskum Karli til hamingju með nýja starfið.