Kjartan Ólafsson hefur verið ráðinn sem tæknimaður á Þjónustudeild MEDOR. Hann mun sinna þjónustu, uppsetningu og viðhaldi á lækninga og rannsóknartækjum. Kjartan lauk sveinsprófi í rafeindavirkjun 2004 frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði sem tæknimaður á Landspítala frá 2004-2005. Kjartan lauk námi í mechatronic tæknifræði við Syddansk University í Sönderborg Danmörku og hlaut meistarabréf í rafeindavirkjun árið 2011 og hefur síðan þá starfað sem tæknimaður á Landspítala þar sem hann hefur þjónustað fjölbreyttan tækjabúnað. Við óskum Kjartani til hamingju með nýja starfið.