Vala Dröfn Jóhannsdóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri Hjúkrunar- og lækningavörudeildar MEDOR og tekur við deildinni af Ólafíu Ásu sem tók nýlega við framkvæmdastjórastöðu Stoðar.
Vala kemur til Medor frá Vistor þar sem hún starfaði sem markaðsstjóri um árabil og þar áður sem viðskiptastjóri. Hún er með masterspróf í lífefnafræði/erfðafræði og B.S. í sameindalíffræði, auk viðbótarmenntunar í alþjóða viðskiptum og markaðsfræðum. Vala hefur setið í stjórn Frumtaka, samtökum frumlyfjaframleiðenda, m.a. sem formaður.
Sími Völu er 824 7066 og netfang vala(hjá)medor.is.
Við óskum Völu til hamingju með nýja starfið.
