Nýr blóðgasmælir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Í byrjun sumars var tekin í gangnið nýr Radiometer ABL9 blóðgasmælir.

Nýja tækið er staðsett á rannsóknastofunni í Keflavík þar sem það leysir af hólmi eldri gerð, ABL5 sem þjónað hafði langt á annan áratug.

ABL9 byggir á annarri mælingatækni og er nýjasta gerð blóðgasmæla frá Radiometer. Þessi nýja kynslóð er einfaldari í notkun og rekstri en eldir gerðir.

Radiometer á sér yfir 40 ára farsæla sögu sem leiðandi fyrirtæki þegar kemur að blóðgasmælingum á Íslenskum heilbrigðisstofnunum.