Ný vara í sárasogsmeðferð

Sárasogsmeðferð frá Acelity ( áður KCI) hefur um árabil verið beitt við meðhöndlun sára á Íslandi. Meðferð byggir á því að undirþrýstingi er beitt til þess að flýta sáragræðslu. Nanova er ný vara frá Acelity en um er að ræða lítið einnota tæki sem ætlað er á grunn sár (<8mm). Tækið er einfalt í notkun, ætlað fyrir einn sjúkling og dugar í einn mánuð. Unnt er að skipta um umbúðir eftir þörfum.