Ný röntgentæki fyrir landsbyggðina

Uppsetning á nýjum röntgentækjum frá Philips hefur gengið mjög vel og er búið að setja upp 3 tæki af 7; á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og á Egilsstöðum. Uppsetning á Húsavík hefst í vikunni og því næst verða sett upp tæki á Sauðárkróki, Neskaupstað og í Keflavík. Tækin eru af gerðinni Philips DigitalDiagnost C90 og munu þau koma til með að vera mikil breyting fyrir starfsfólk og sjúklinga. Tækin munu meðal annars bæta vinnuaðstöðu, spara tíma, minnka geislun sjúklinga og bjóða upp á betri myndgæði.