Ný aðferð við meðhöndlun lífsýna – Formalin System frá Sarstedt

Lífsýni eru gjarnan sett í 4% formaldehýð til að hindra að þau fúlni á meðan beðið er meinafræðilegrar greiningar.  Ílát með formaldehýði eru því til taks á skurðstofunni, ef á þarf að halda.  Þetta fyrirkomulag býður heim hættunni á að upp úr sullist, en eins og allir vita er formaldhýð illa lyktandi og ætandi, auk þess að vera krabbameinsvaldandi samkv. WHO.  Sarstedt hefur leyst þetta vandamál með lokuðu kerfi, sem kemur í veg fyrir óþef og spillandi áhrif formaldehýðs.  Þetta er handhæg og ódýr lausn, sem einfaldar verklag og eykur öryggi.

Skjal í PDF formi