MEDOR vann útboð fyrir sárasogsmeðferð

Sárasogsmeðferð frá Acelity áður KCI varð fyrir valinu í útboði hjá Landspítalanum.
Til að kynna vöruúrvalið og meðferðina fengum við sárahjúkrunarfræðinga spítalans í heimsókn á sérstakan fræðsludag þann 15.nóvember, þar sem Anne Cuffe írskur sérfræðingur sá um þjálfunina.
Einnig var meðferðin kynnt fyrir hjúkrunarfræðingum af skurðdeild.
Sárasogsmeðferð byggir á því að neikvæður þrýstingur er myndaður staðbundið í sárabeðnum, til að fjarlægja vessa og millifrumuvökva, auk þess sem það eykur blóðflæði, dregur úr staðbundum bjúg og flýtir fyrir örvefsmyndun.
Margar nýjungar eru frá KCI eins og Veraflo skolmeðferð sem getur hentað mjög vel fyrir sýkt sár. Einnig voru kynntar vörur fyrir lokuð skurðsár, sem geta fyrirbyggt sýkingu (Prevena).
Við hvetjum áhugasama til að kynna sér meðferðina hér
http://www.acelity.com/products eða hafið samband við viðskiptastjóra sárasogsmeðferðar hjá MEDOR,

Elínu Hrefnu Hannesdóttur, sími 6657030

Elin@medor.is

Processed with VSCO with m5 preset
Ása, Anne og Elín
Processed with VSCO with f2 preset
Gestir frá LSH