Föstudaginn 20. janúar sl. héldu fjórða árs hjúkrunarfræðinemar áhugaverðar kynningar um fagmennsku í hjúkrun. Kynningarnar eru hugsaðar til að vekja athygli á mörgum mismunandi sérsviðum innan hjúkrunarfræðinnar, þar á meðal hjúkrun á gjörgæslu og skurðstofu, hjálparstarfi, ung- og smábarnavernd og mismunandi sárameðferðum. Allt er þetta gert til að kynna fjölbreytt hlutverk hjúkrunarfræðinga og ábyrgð þeirra í samfélaginu.
