MEDOR með rekstrarvörukynningu fyrir norðan
MEDOR fór og heimsótti heilbrigðisstofnanir fyrir norðan 31.janúar – 1.febrúar. Lögð var sérstök áhersla á nýjungar í sárameðferð þar á meðal sárasogsumbúðir, þar sem vörur frá Acelity eru nú í samningi við heilbrigðisstofnanir.
Einnig voru kynntir Aquacel svampar frá ConvaTec sem bjóða upp á tvo eiginleika í einum umbúðum, eru í senn hydrocolloid grisja og svampur. Þeir sem hafa áhuga á frekari upplýsingum geta haft samband við MEDOR.
Þökkum góðar móttökur.