Stöndum saman Vestfirðir er félagsskapur sem lætur sér annt um samfélagið sitt og safnaði fyrir lækningatækjum til að gefa sjúkrahúsinu á Ísafirði. Tækin voru keypt hjá MEDOR ehf og er um að ræða barkaþræðingartæki með skjá af Ambu King Vision gerð fyrir erfiðar barkaþræðingar s.s. í svæfingum og í bráðatilfellum einnig tvær fullkomnar sprautudælur frá Fresenius Kabi til svæfinga og ýmissa lyfjagjafa. MEDOR óskar HVEST til hamingju með nýja tækjabúnaðinn og óskum þeim velfarnaðar í starfi.
Sjá fréttaslóðir: fsi. fréttir og BB.is