MEDOR hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PwC

Í maí sl. hlutu Veritas og dótturfélögin MEDOR, Artasan, Distica og Vistor gullmerki jafnlaunaúttektar PwC á Íslandi. Samkvæmt meginreglu jafnréttislaga ber atvinnurekendum að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Til að standast jafnlaunaúttektina þurfa fyrirtæki að sýna fram á að launamunur kynjanna sé undir 3,5% og eru félögin langt undir þeim mörkum.

Niðurstaðan er fengin eftir skoðun á launagögnum sem fengin eru frá Veritas. Kannaður er munur á grunnlaunum og heildarlaunum karla og kvenna og byggir úttektin á aðhvarfsgreiningu sem varpar ljósi á óútskýrðan launamun kynjanna þegar tekið hefur verið tillit til breyta á borð við menntun, starfsaldur, stöðu í skipuriti og fleira.

Jafnlaunaúttekt PwC leiddi í ljós að 1,2% munur var á grunnlaunum karla og kvenna og aðeins 0,4% þegar heildarlaun voru skoðuð. Þá var svokallað skýringarhlutfall, sem sýnir hversu hátt hlutfall dreifingar var talið útskýrt, mjög hátt eða 96,7%.

Þessar niðurstöður endurspegla áherslur félagsins varðandi jafnan hlut kvenna og karla. Fyrirtækið telur að jafnrétti efli það og styrki í samkeppni um góða starfsmenn. Veritas og dótturfélögin eru eftirsóttir vinnustaðir enda starfsánægja jafnan há og eru fyrirtækin reglulega á lista yfir Fyrirtæki ársins hjá VR.