Ferðakæfisvefnsvél frá ResMed AirMini

MEDOR hefur hafið sölu á ferðakæfisvefnsvél frá ResMed AirMini. Um er að ræða ferðavél sem vegur einungis 300 gr. og er 13,6 cm á lengd. Hún er einföld í notkun og er hljóðlátasta ferðavélin á markaðnum. AirMini er með nýjung í rakagjöf þannig að ekki er þörf á rakaboxi og býður vélin upp á að notandinn hafi möguleika á að fylgjast með árangri svefnmeðferðar á snjallsíma eða spjaldtölvu.
Til að fá frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við MEDOR í síma 412-7011.

www.resmed.com airmini