MEDOR hefur náð samningum um dreifingu fyrir MAVIG sem er vel þekkt fyrirtæki meðal röntgenlækna, geislafræðinga og annarra sem vinna í röntgenumhverfi og þurfa hágæða hlífar við sína vinnu.
MAVIG framleiðir einnig hlífar fyrir sjúklinga, ýmiss konar arma og upphengjur fyrir tæki s.s. ljós, dælur, skjái og fleira.
MAVIG hóf starfsemi sína 1921 í Leipzig þar sem áhersla var lögð á framleiðslu ýmiss konar hlífðarbúnaðar fyrir þá sem starfa við hættulegar aðstæður eins og t.d. rafsuðu og röntgengeisla.
Í dag er MAVIG framsækið og árangursríkt fyrirtæki á heimsvísu með framúrskarandi vöru til varnar röntgengeislum og búnað til upphengju á hinum ýmsu tækjum á heilbrigðisstofnunum.
Sjá vöruúrval. http://www.mavig.com
