Má bjóða þér sýnishornatösku frá ConvaTec? Taskan inniheldur mótanlegar stómaplötur sem koma í veg fyrir leka og vernda húðina

Taskan inniheldur notkunarleiðbeiningar á mótanlegum stómaplötum, vörubækling, flatar plötur, convex plötur, lokaða poka og tæmanlega poka. Sendu okkur tölvupóst á medor@medor.is og við sendum þér tösku að kostnaðarlausu.

Af hverju ættir þú að velja mótanlegar stómaplötur?

Mótanlegar plötur eru teygjanlegar og aðlagast þínum líkama og hreyfingum. Plöturnar eru einkum húðvænar og henta vel fyrir viðkvæma húð. Þú mótar sjálf/ur plötuna með fingrinum á einfaldan hátt, engin þörf á að klippa plötuna til.

Helsta orsök fylgikvilla í kringum stóma er húðerting vegna leka meðfram plötunni, ef hún liggur ekki nægilega þétt að stómanu. Á mótanlegum plötum frá ConvaTec liggur hlífðarkragi þétt utan um stómað og veitir einstakt öryggi gegn leka.
Rannsóknir á mótanlegum plötum frá ConvaTec hafa sýnt fram á að þéttni plötunnar í kringum stómað kemur í veg fyrir leka og verndar húðina. 
95% af stómaþegum sem byrjuðu að nota mótanlegar umbúðir frá ConvaTec eru með heila og heilbrigða húð1.

ConvaTec býður upp á fjölbreytt vöruúrval mótanlegra umbúða fyrir allar gerðir stóma. Þar á meðal einshluta samfellur og tveggja hluta umbúðir með smelltum eða límdum pokum. Sjá vörubækling mótanlegra umbúða hér.

1.Chaumier D, Bengdadi N, Le Gal Lambec M, Ligier MC, Espirac B, Edmond D. OSMOSE Study: An Evaluation of the Peristomal Skin Condition in Ostomates Using Moldable Skin Barriers – Final Results. Paper presented at: 19th Biennial Congress of the World Council of Enterostomal Therapists: April 2012, Adelaide, Australia