Loftgæðamælingar

MEDOR er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í sölu, ráðgjöf og viðhaldsþjónustu á umhverfisvöktunarbúnaði. Alþjóðlegar kröfur hafa aukið umfang vöktunar  hvort sem er í lofti eða vatni. Samstarf við leiðandi birgja ásamt starfsfólki með mikla reynslu gerir MEDOR að ákjósanlegum samstarfsaðila á sviði umhverfisvöktunar.

Thermo loftvöktunarbúnaður er þekktur fyrir mikil gæði og langan endingartíma. Vert er að minnast á nokkra flokka. Búnaður til rauntímamælinga á flestum skaðlegum gastegundum í andrúmslofti og verksmiðjuútblæstri er fáanlegur ásamt þeim aukahlutum sem til þarf. Úrval svifryksmæla, sem byggja á betageislun, viktun og nepelometriu skila niðurstöðu í rauntíma. Til söfnunar svifrykssýna eru tæki sem geta tekið sýni sjálfvirkt í allt að tvær vikur. Minni og færanlegir mælar til umhverfisvöktunar eru einnig fáanlegir. Gas og svifryksmælar frá Thermo eru viðmiðunar „reference“ tæki í Evrópu og USA. MEDOR útvegar mælitækin, hús, uppsetningu og viðgerðarþjónustu ásamt því að vera í samstarfi við fremsta fagfólk landsins í gagnasöfnun og kvörðun. Starfsmenn MEDOR hafa langa reynslu af ráðgjöf og þjónustu við loftvöktunarbúnað frá Thermo.

Airpointer er loftvöktunarstöð sem er minni um sig en aðrar sambærilegar stöðvar þó að niðurstöður sem fást séu jafn góðar og fá má úr stærri og dýrari stöðvum. Grunneining Airpointer er kassinn utanum mælibúnaðinn, kassinn er algjörlega veðurheldur og er með lofthitastýringu sem heldur réttu hitastigi hvort sem úti er -40°  eða +40°. Í kassanum er PC tölva sem hefur þægilegt notendaviðmót sem aðgengilegt er í gegnum 4G kerfi símafyrirtækjanna. Mælieiningar fyrir allar helstu gastegundir sem vaktaðar eru fást með tækinu. Val er um allt að tvær eða fjórar gasvöktunareiningar ásamt svifryksmæli og veðurstöð eftir stærð kassa. Orkueyðsla er mjög lítil,  stöðin tengist venjulegri einfasa raflögn. Airpointer er auðveldur í uppsetningu og kvörðun er óvenju einföld. Hægt er á mjög fljótlegann hátt að bæta við mælieiningum í Airpointerkassa ásamt því að að tengja mæla frá öllum helstu framleiðendum við gagnasöfnunarhluta Airpointer. Auðvelt er að færa pointer milli staða ef eigendur kjósa svo auk þess að hann er einfaldur og þægilegur í viðhaldi.

Ekki hika við að hafa samband og leita frekari upplýsinga.

medor@medor.is