MEDOR vill koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.
Aftöppunarþvagleggirnir frá Wellspect sem MEDOR er umboðsaðili fyrir er einn af tveimur framleiðendum sem samið var við. Lofric aftöppunarleggirnir sem eru í boði fyrir sjúkratryggða einstaklinga, eru að fullu niðurgreiddir og uppfylla allar þær gæðakröfur sem gerðar eru til þvagleggja í dag.
LoFric aftöppunarþvagleggirnir eru notaðir um heim allan og eru markaðleiðandi meðal annars í Svíþjóð og Finnlandi. Þeir uppfylla öll skilyrði hvað varðar gæði og öryggi og eru meðal mest rannsökuðu þvagleggjum á markaðnum í dag. LoFric voru fyrstu þvagleggirnir með vatnsfælna húðun sem hannaðir eru fyrir reglulega blöðrutæmingu með hreinni aðferð (e. clean intermittent self-catheterization (CIC)). Sú aðferð er notuð til að auðvelda blöðrutæmingu og minnka sýkingarhættu.
LoFric þvagleggir eru allir húðaðir með sérstakri tækni sem heitir Urotonic™ Surface Technology (UST). Þessi húðun gerir það að verkum að yfirborð þvagleggsins er ísótónískt þvagi, sem lágmarkar núning á milli þvagleggs og þvagrásar. UST húðun er eingöngu að finna á LoFric þvagleggjum.
Þróun á LoFric þvagleggjum hefur átt sér stað í nánu samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn og notendur og er nýjasta útgáfan frá 2018.
LoFric þvagleggir koma í ýmsum stærðum, gerðum og samsetningum. Ennfremur búa vörurnar yfir eiginleikum sem gera blöðrutæmingu með þvaglegg eins örugga, einfalda og þægilega og unnt er. Aftöppunarþvagleggir frá LoFric eru fáanlegir tilbúnir til notkunar (þar sem vatn er hluti af umbúðum þvagleggsins) og eru einnig til án vatns.
Nánari upplýsingar um rannsóknir á aftöppunarþvagleggjum má finna hér.
Leiðbeiningar fyrir notkun og pöntun á LoFric aftöppunarþvagleggjum:
LoFric Origo- karlmenn
LoFric Sense-konur
Við viljum einnig benda á sameiginlega yfirlýsingu Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands, sjá nánar hér.