Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi endurnýjar blóðgasmæli

Nýverið var gengið frá uppsetningu á nýjum Radiometer ABL9 blóðgasmæli á rannsóknastofu sjúkrahússins. Þessi nýi blóðgasmælir frá Radiometer er sá fyrsti sinnar tegundar sem tekin er í notkun á Íslandi og reyndar rétt ný kominn á markað í Evrópu. Eins og sá sem aflagður var eftir langa og dygga þjónustu er nýja tækið sérlega hentugt á stöðum þar sem fjöldi sýna er takmakaður. Auk þess að  uppfylla kröfur nauðsynlegustu mælinga er ABL9 sérstaklega hagstæður í rekstri.

Á meðfylgjandi mynd eru tveir af starfsmönnum rannsóknarstofunnar við tækið.

Hér  eru á frekari upplýsingar um ABL9.