Heilbrigðisstarfsfólk frá Bráðaöldrunarlækningadeild (B-4), Landakot og Vífilsstaði komu í heimsókn til MEDOR þann 12. október. Þar bauð Berglind Guðrún Chu, sérfræðingur í hjúkrun upp á fyrirlestur um sýkt sár og sárameðferð. Hjúkrunarvörur og sáraumbúðir frá 3M, Acility og ConvaTec voru kynntar og gestir höfðu tækifæri á að skiptast á skoðunum og skoða það sem í boði var. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.
