HARTMANN til MEDOR

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að frá og með janúar 2018 munu HARTMANN og MEDOR ehf hefja samstarf um sölu, dreifingu og þjónustu á vörum þeirra á Íslandi. Með því sameinar HARTMANN sölu og þjónustu á einum stað. Með samstarfinu vilja fyrirtækin auka þjónustu við viðskiptavini og bjóða breiðara vöruúrval.

HARTMANN býður fjölbreytt vöruúrval fyrir sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslur, skurðstofur og apótek.
Má þar nefna:

• Skurðstofur/aðgerðarstofur
o Einnota lín, sloppar, aðgerðarpakkar, hanskar, röntgengrisjur, einnota skurðstofuverkfæri o.fl.
• Sárameðferð
o Umbúðir fyrir raka sárameðferð, grisjur, þrýstingsumbúðir, teygjubindi, stuðningsumbúðir o.fl.
• Lekastjórnun og varnir
o Bleyjur, húðhreinsun, húðvörn og undirbreiðslur.
• Sótthreinsun
o Handspritt, áburður og sápur fyrir húð. Sápur og efni fyrir sótthreinsun verkfæra. Efni fyrir sótthreinsun á umhverfi og yfirborði.

Jóhann Eyfells skurðhjúkrunarfræðingur verður vörustjóri fyrir HARTMANN hjá MEDOR og við hvetjum þig til að hafa samband við hann ef spurningar vakna. johann@medor.is  S:665 7090