Þann 6. mars s.l. hélt MEDOR kynningu í samstarfi við HARTMANN fyrir hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu.
Andrea Koch sérfræðingur frá Þýskalandi kynnti bleyjur, bindi og húðvörur frá HARTMANN þar sem gæði á hagstæðu verði ráða för.
Með því að hanna bæði bleyjurnar og húðvörunar til að virka saman hefur HARTMANN tekist að þróa vandaðar vörur sem viðhalda náttúrulegu sýrustigi á húðinni og geta þannig komið í veg fyrir ýmis húðvandamál.
Bleyjurnar eru framleiddar með svokölluðum krullutrefjum (e. Curly fibers) sem gera það að verkum að vökvi frásogast hratt og örugglega inn í bleyjuna og bindur vökvann og lágmarkar lykt.
Það er MEDOR sönn ánægja að geta boðið uppá gæða vörur frá HARTMANN.