Lokið er uppsetningu á fjórðu kynslóð af Agilent gas- og massagreini á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við HÍ. Agilent gas- og massagreinar hafa verið í notkun á rannsóknastofunni í yfir 20 ár, nú um stundir eru tvær kynslóðir tækja í daglegri notkun og sú þriðja nýlega aflögð. Þessi síðasta útgáfa samanstendur af G7890 gasgreini og 5977B massagreini auk sjálfvirks sýnaskammtar og nýrri gerð af hugbúnaði, MassHunter.
Nánari upplýsingar um tækin má fá hér.
Eins og nærri má geta koma nýjungar með hverri kynslóð, tækin verða notendavænni, greiningar næmni og nákvæmni vex. Einna mestu munar um að með þessari kynslóð fylgir nýr hugbúnaður, MassHunter sem auðveldar mjög úrvinnslu mælinga.
Allar frekari upplýsingar gefur Sigurður Hjalti í síma 412-7000 eða siggih(hjá)medor.is