Læknadagar voru haldnir 18.-22. janúar s.l. þar kenndi ýmissa grasa að vanda, m.a. röð fyrirlestra undir samheitinu Erfðalæknisfræði 101 fyrir lækna. Þar var hver fyrirlesturinn öðrum áhugaverðari, enda engir aukvisar í púltinu: Reynir Arngrímsson, Jón Jóhannes Jónsson, Magnús Karl Magnússon og Kári Stefánsson. Óhætt er að fullyrða að hvergi fleygir tækninni eins hratt fram og í erfða- og sameindalíffræði, ekki bara í búnaði (t.d. qfPCR, dPCR, MPLA, Microarray og NGS), heldur einnig rekstrarvöru (t.d. CRISPR/Cas9). Sumt að því sem þarna kom fram vekur óneitanlega upp siðferðilegar spurningar. Við látum aðra um að svara þeim. Hins vegar ef einhver er að velta fyrir sér hvar má má nálgast þann búnað og þá tækni sem þarf til að stunda rannsóknir á þessu vaxandi sviði líf- og læknisfræði, er svarið MEDOR.