ClipTip pípettur

Síðan ClipTip pípettur komu á markað hefur markaðshlutdeild þeirra vaxið jafnt og þétt á Íslandi eins og annarsstaðar. Ástæðan fyrir því er vegna þess að hér er komin ný vara sem vísindamenn geta treyst á og er einföld í notkun. ClipTip kerfið hefur smellukerfi á pípettunni fyrir oddana þannig að oddarnir læsast fastir í réttri stöðu. Með því er búið að tryggja að engir oddar losni þegar unnið er og allir oddar innihalda sama rúmmál. Þetta þýðir meira öryggi og tímasparnaður þegar unnið er með mikið af oddum.

Hvað er Cliptip (skýringamynd)?

MEDOR hefur einsett sér að bjóða ykkur ClipTip vörur á frábærum kjörum til frambúðar.
Hægt er að nálgast bækling HÉR og nánari upplýsingar á ensku HÉR.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá medor(hjá)medor.is.