Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að MEDOR hefur hafið sölu á hágæða brjóstapúðum frá Mentor sem er fyrirtæki innan Johnson & Johnson samsteypunnar.
Mentor er leiðandi framleiðandi á sviði lýtalækninga og hefur framleitt m.a. brjóstapúða í meira en 25 ár og býður fjölbreytt úrval púða af mismunandi gerðum og stærðum.
Brjóstapúðarnir frá Mentor hafa verið á íslenskum heilbrigðismarkaði um árabil og hafa farsæla sögu. Mentor leggur áherslu á að framleiða púða byggða á klínískum rannsóknum og standast ýtrust kröfur.
Nú þegar MEDOR hefur sölu á brjóstapúðum frá Mentor þá hefur Johnson & Johnson sameinað allt vöruúrval sitt og þjónustu „Medical Devices“ á einum stað. Með samstarfinu auka fyrirtækin þjónustu við viðskiptavini sína.
Allar upplýsingar um Mentor brjóstapúðana veitir Arna Harðardóttir, viðskiptastjóri, s: 665 7040, arna@medor.is
www.Mentor