Blóðbankinn tekur í notkun nýjar blóðskiljur.

Að undangengnu útboði lauk í síðustu viku uppsetningu og fyrstu þjálfun starfsfólks blóðbankans í notkun á nýjum blóðfrumuskiljum og tengdum hugbúnaði frá Terumo BCT. Samningur milli MEDOR og Blóðbankans sem var nýlega undirritaður er til 5 ára með mögulegri framlengingu um 2 ár.
Blóðfrumuskiljur eru notaðar við söfnun einstakra blóðhluta beint frá blóðgjafa. Búnaðurinn skilur frá þann blóðhluta sem safna á, en aðrir hlutar blóðsins renna aftur til blóðgjafans. Með sértækri blóðsöfnun fer fram söfnun á blóðflögum, rauðkornum eða blóðvökva. Algengust er söfnun blóðflaga.
Tækin eru þegar komin í fulla notkun. Framhaldsþjálfun starfsmanna er fyrirhuguð í nokkrum skrefum á næstu mánuðum.
Mbl fjallaði um málið á sínum vef