Biofire Filmarray – Nýtt tæki fyrir klínískar greiningar með PCR tækni

Hraðasta leiðin til að ná betri árangri með ummönnun sjúklinga að leiðarljósi.

Tækið er með samþætta greiningu á PCR tækninni – þ.e undirbúningur sýnis – mögnun á kjarnsýrunni (PCR) og að lokum verður greining á því sem er í sýninu hvort heldur sem um bakteríu,veiru, sveppi, sníkjudýr eða hvort um sýklalyfja viðnám sé að ræða, allt tekur þetta um klukkustund.
Á tækið er hægt að keyra mismunandi greiningarspjöld (panela) á tækið og fá svar á klukkustund, þar sem tími skiptir máli og áreiðanlega greining fæst í lokinn.
Greiningarspjöldin eru:
Mænuvökvapanell – Blóðpanell – Öndunarvegapanell og Meltingarvegapanell, spjöldin greina meira en 100 sjúkdómsvalda.

• Tækið er notendavænt
• Eina tækið sinna tegundar m.t.t greiningarhraða, fjöldaprófa í einu prófi og nákvæmni
• Greiningarspjöld (panell) – taka á mörgum þáttum í einu próf
• Niðurstöður á um 60 mínútum
• Læknar fá svör fyrr og þar af leiðandi hægt að meðhöndla sjúkling strax með réttum lyfjum
• Rannsóknarstofur þær hámarka framleiðni og draga úr kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið

Í dag eru nú þegar tæki í notkun á Íslandi og fjöldi tækja um heim allan.

 

Krækja með upplýsingum um tæki