Abbott Covid-hraðpróf

MEDOR hefur væntanlega sölu á  Covid 19 greiningarprófum frá Abbott innan tíðar. Um er að ræða tvær mismunandi gerðir af prófum, annars vegar mótefnapróf (Antibody) til staðfestingar á því að einstaklingur hafi smitast og myndað mótefni gegn veirunni og hins vegar mótefnisvakapróf (Antigen) til staðfestingar á virku smiti.

Panbio prófin eru eingöngu ætluð til notkunar af heilbrigðisstarfsfólki. Prófin koma í 25 stk pakkningum.

Frekari upplýsingar um mótefnisvakaprófin er að finna hér:

Og meira um mótefna prófin hér:

Frekari upplýsingar um prófin gefur Sigurður H. Sigurðarson siggih(hjá)medor.is