Arctic LAS hefur í samstarfi við Lífvísindasetur HÍ fest kaup á tækjabúnaði frá Planer – KRYO360 sem stýrir hraða á djúpfrystingu lífsýna.
KRYO360 er notað til að stýra hraða á frystingu lífsýna fyrir geymslu í fljótandi köfnunarefni (-196°C) til að lágmarka myndun skaðlegra ískristalla í frumum.
KRYO360 1,7L tækið getur tekið 60 x 2ml glös eða 45 x 0,5ml strá. Hitasvið er frá +40°C til -180°C með kælihraða 0,01°C/min til 50°C/min.
Arctic LAS býður upp á þjónustu við innlenda aðila sem hafa hug á að stunda rannsóknir í nagdýrum. Þau eru með eina fullkomnustu aðstöðu fyrir hýsingu og framkvæmd tilrauna og bjóða einnig upp á ráðgjöf og aðstoð við tilraunir. Þau munu aðalega nota tækið til frysta niður fósturvísa úr músum.